Brutu einnig trúnað gegn ákærðu

Lárus Welding og Óttar Pálsson, verjandi hans, í Héraðsdómi Reykjavíkur …
Lárus Welding og Óttar Pálsson, verjandi hans, í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. mbl.is/Andri Karl

Verjandi Lárusar Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis banka, sagði við málflutning um frávísunarkröfu í máli sérstaks saksóknara á hendur Lárusi og Guðmundi Hjaltasyni, að nýjar upplýsingar hefðu komið fram í ræðu sækjandans. Þeir einar og sér ættu að leiða til frávísunar málsins.

Lárus og Guðmundur, sem er fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Glitnis, eru ákærðir fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína og stefnt fé bankans í stórfellda hættu með tíu milljarða króna lánveitingu til Milestone ehf., í formi peningamarkaðsláns. Þeir neita báðir sök. Í dag var tekist á um frávísunarkröfu verjenda þeirra.

Óttar Pálsson, verjandi Lárusar, sagði að í upphafi málflutnings sækjanda hefði komið fram að rannsakendurnir Jón Óttar Ólafsson og Guðmundur Haukur Guðmundsson hefðu verið kærðir til ríkissaksóknara ekki aðeins vegna trúnaðarbrots gagnvart embætti sérstaks saksóknara heldur einnig vegna trúnaðarbrots gagnvart ákærðu í málinu. „Verjendur óska þess að það verði fært til bókar, að rannsakendurnir hljóti að teljast vanhæfir þegar af þeirri ástæðu.“

Málflutningi um frávísunarkröfuna lauk um klukkan 13 í dag og hefur hún verið tekin til úrskurðar.

Nánar verður fjallað um málflutninginn á mbl.is síðar í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert