Samningar eru ekki enn í höfn

Framkvæmdir í væntanlegu álveri í Helguvík.
Framkvæmdir í væntanlegu álveri í Helguvík. mbl.is/Golli

„Það hefur nálgast, en það eru engir samningar komnir enn sem komið er, þó eitthvað hafi miðað áfram,“ segir Júlíus Jónsson, forstjóri HS orku, um samninga Norðuráls og HS orku um útvegun orku til fyrirhugaðs álvers í Helguvík.

Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar sagði í ræðu sinni á Ljósanótt í gær að efnisleg niðurstaða væri komin í samninga Norðuráls og HS orku. Júlíus vill ekki taka undir þau orð. „Það hefur miðað áfram með ákveðin atriði, ég veit ekki hvort hann er að vísa til þess. Menn eru nær í verði heldur en þeir voru, en það eru þó enn hlutir sem standa út af borðinu.“

Ekki hefur náðst í forsvarsmenn Norðuráls vegna málsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert