Mótmælir fundahöldum án Hreyfingarinnar

Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar.
Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Þessi vinnubrögð eru með ólíkindum og ekki hægt að túlka öðruvísi en skýrt brot á fyrrgreindu samkomulagi um þinglok. Vinna hópsins snýst um úthlutun mestu verðmæta sem þjóðin býr að, fiskveiðiauðlindinni, og virðast fulltrúarnir fjórir í hópnum, sem allir hafa uppi málstað útgerðarinnar í málinu, hafa tekið einhliða ákvörðun um að véla um leiðir í málinu bak við luktar dyr.“

Þetta segir meðal annars í bréfi sem Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar og formaður þinghóps hennar, hefur sent forseta Alþingis, Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, þar sem því ermótmælt að undirhópur atvinnuveganefndar þingsins hafi fundað í ágústmánuði um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu án þess að fulltrúi Hreyfingarinnar í hópnum væri boðaður á þá fundi.

Þór segir að fundahöld hópsins séu brot á samkomulagi um þinglok frá því í júní en Alþingi verður sett 11. september næstkomandi í samræmi við ný þingsköp. Þá kemur fram í bréfinu að slíkir undirhópar eigi sér enga stoð í þingsköpum og ennfremur er þess krafist vegna málsins að Kristjáni L. Möller, þingmanni Samfylkingarinnar, „verði vikið frá sem formanni atvinnuveganefndar og að baktjaldamakk undirhópsins sem átti sér stað í ágúst verði opinberað.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert