Vill flýta heimildum til refsiaðgerða

Richard Lochhead, sjávarútvegsráðherra Skotlands.
Richard Lochhead, sjávarútvegsráðherra Skotlands. mbl.is

„Ég er ánægður með að sjávarútvegsstjórinn sé að beita sér persónulega til þess að reyna að verða eitthvað ágengt varðandi Ísland og ég vona að það leiði til lausnar. Við getum ekki leyft þessu ástandi að halda áfram enn eitt árið.“

Þetta segir Richard Lochhead, sjávarútvegsráðherra Skotlands, í samtali við fréttavefinn Fishnewseu.com í dag en fulltrúar deiluaðila í makríldeilunni sitja nú á fundi í London þar sem reynt verður að finna lausn á deilunni.

Lochhead segist hins vegar hafa orðið fyrir vonbrigðum hversu langan tíma það hafi tekið Evrópusambandið að samþykkja heimildir til þess að grípa til refsiaðgerða gegn ríkjum sem sambandið telur stunda ósjálfbærar fiskveiðar á skjön við alþjóðlega samninga.

„Ég mun halda áfram að þrýsta á Evrópusambandið að leggja meiri áherslu á það mál,“ segir Lochhead.

Frétt Fishnewseu.com

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert