Maður sem féll í Jökulsá í Lóni á áttunda tímanum í gærkvöld fannst látinn skömmu eftir miðnætti.
Frá þessu segir á vefsetri Ríkisútvarpsins. Tildrög slyssins eru óljós en maðurinn var í hestaferð með hópi fólks er hann féll í ána og hvarf sjónum ferðafélaga sinna.
Björgunarsveitarmanna frá Höfn í Hornafirði, Djúpavogi og Fáskrúðsfirði tóku þátt í leit að manninum í gærkvöldi og þyrla Landhelgisgæslunnar liðsinnti einnig við leitina.