Maðurinn sem fannst látinn upp úr miðnætti í nótt eftir að hann féll í Jökulsá í Lóni var á fimmtugsaldri. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Höfn er hinn látni Íslendingur.
Maðurinn var í hestaferð ásamt tæplega 20 manns þegar óhapp varð og maðurinn féll í ána. Atvikið átti sér stað um áttaleytið í gærkvöldi.
Á fjórða tug manna frá Höfn, Djúpavogi, Fáskrúðsfirði og Reykjavík tók þátt í leitinni ásamt leitarhundum. Þyrla Landhelgisgæslunnar var einnig notuð við leitina.
Leitað var í 4-5 klukkustundir áður en maðurinn fannst.