Hornfirðingar fá hús að gjöf

Burðarvirkið var flutt frá Flúðum á þremur flutnignabílum.
Burðarvirkið var flutt frá Flúðum á þremur flutnignabílum. mbl.is/Sigurður Sigmundsson

„Húsið verður lyftistöng fyrir íþróttaiðkun og stórbætir alla aðstöðu. Þetta verður mjög gaman fyrir alla sem iðka íþróttir hér og kemur til með að létta á íþróttahúsinu. Þetta er mjög góð viðbót við aðstöðuna sem hefur verið að byggjast upp hér.“

Þetta segir Hjalti Þór Vignisson, bæjarstjóri sveitarfélagsins Hornafjarðar, um nýtt hús sem verið er að reisa yfir gervigrasvöll á Höfn.

Húsið er gjöf frá útgerðarfyrirtækinu Skinney-Þinganesi en það verður í kringum 4.000 fermetrar að stærð. Nú er verið að ganga frá grunni hússins og er byrjað að flytja burðarvirkið á staðinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert