John White, Bandaríkjamaður á fertugsaldri, sem særðist í skotárás í Tulsa í Oklahoma á laugardaginn er látinn. White var ökumaður bifreiðar sem Kristján Hinrik Þórsson var farþegi í þegar þeir urðu fyrir skothríð.
Þetta kom fram í fréttum RÚV í kvöld.
Kristján Hinrik var 18 ára gamall og var búsettur í Tulsa ásamt fjölskyldu sinni. White var vinur fjölskyldu Kristjáns og var þar gestkomandi. Þeir höfðu farið í nærliggjandi verslun, Quik Trip, er þeir urðu fyrir skothríð.
Lögregla leitar nú skotmannsins.
Frétt mbl.is: Fóru í stutta bílferð til að kaupa drykki