Engin hámarksendurgreiðsla á tannviðgerðum barna

Frá tannlæknastofu.
Frá tannlæknastofu. Brynjar Gauti

„Það ligg­ur fyr­ir að verðlag tann­lækna á sinni þjón­ustu er gríðarlega mis­mun­andi og því höf­um við valið að miða end­ur­greiðslu okk­ar við til­tekna gjald­skrá,“ seg­ir Stein­grím­ur Ari Ara­son, for­stjóri Sjúkra­trygg­inga Íslands. Hann seg­ir að ekki sé um neina há­marks­end­ur­greiðslu að ræða á tannviðgerðum barna.

„Sjúkra­trygg­ing­ar Íslands eru ekki með samn­ing við tann­lækna, en taka engu að síður þátt í kostnaði við þjón­ust­una.“

Sú gjald­skrá, sem Sjúkra­trygg­ing­ar Íslands miða end­ur­greiðslu sína við og birt er á vefsíðu SÍ, er í litlu sam­ræmi við verðlag á þjón­ustu sumra tann­lækna, eins og fram hef­ur komið í frétt­um mbl.is. Spurður að því á hverju gjald­skrá­in sé byggð seg­ir Stein­grím­ur að SÍ hafi upp­lýs­ing­ar um verðskrár tann­lækna og þær hafi verið hafðar til hliðsjón­ar.

Í frétt mbl.is í gær var rætt við for­eldra níu ára gam­all­ar stúlku sem greiddu tugþúsund­ir fyr­ir tann­læknaþjón­ustu barns­ins. Tann­lækn­a­reikn­ing­ur þeirra var bor­inn sam­an við gjald­skrá SÍ og mun­ur­inn var um­tals­verður.

Gjald­skrá á að vera aðgengi­leg

Er gjald­skrá­in á vefsíðu SÍ þá í sam­ræmi við verðskrá ein­hverra tann­lækna? „Já. Það er hún. Við höf­um upp­lýs­ing­ar um hvað tann­lækn­ar taka fyr­ir þjón­ustu sína og við sjá­um að verðlagn­ing þeirra er mjög mis­mun­andi. Þannig að það skipt­ir mjög miklu máli að fólk kynni sér gjald­skrár og verðlagn­ingu tann­lækna,“ seg­ir Stein­grím­ur Ari og vís­ar til reglna Neyt­enda­stofu um verðupp­lýs­ing­ar á þjón­ustu tann­lækna. Þar seg­ir meðal ann­ars að gjald­skrá, sem sýni verð á aðgerðum, skuli liggja frammi á tann­lækna­stofu.

Nú­gild­andi gjald­skrá tók gildi í sum­ar, þá eft­ir sam­eig­in­lega vinnu á veg­um ráðuneyt­is­ins sem leiddi til þess að viðmiðun­ar­verðið í gjald­skránni var hækkað um 50%. Þetta fyr­ir­komu­lag gild­ir þó ein­göngu til ára­móta. „Þá er tvennt í stöðunni; annaðhvort verður haldið áfram að end­ur­greiða á grund­velli gjald­skrár­inn­ar eða menn ná samn­ing­um,“ seg­ir Stein­grím­ur.

Frétt mbl.is: Níu ára fékk 99.000 króna reikn­ing

Steingrímur Ari Arason.
Stein­grím­ur Ari Ara­son.
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert