Meintur morðingi Kristjáns handtekinn

Jermaine Jackson hefur verið handtekinn fyrir morðið á Kristjáni Hinriki …
Jermaine Jackson hefur verið handtekinn fyrir morðið á Kristjáni Hinriki Þórssyni. Af vefnum Newson6

Meintur morðingi Kristjáns Hinriks Þórssonar hefur verið handtekinn í Arkansas-ríki. Maðurinn, Jermaine Jackson, hefur verið ákærður fyrir tvö morð en fjölskylduvinur Kristjáns Hinriks, John White, lést einnig af sárum sínum eftir árásina.

Jermaine Jackson er 19 ára gamall. Í gær var gefin út handtökuskipun á hendur honum.

Lögreglan í Tulsa í Oklahoma telur að Jackson hafi skotið bæði Kristján Hinrik og White eftir að hafa lent í útistöðum við þá á bílaplani fyrir framan verslunarmiðstöð um síðustu helgi. Kristján Hinrik lést skömmu síðar.

Í frétt Newson6 segir að Jackson hafi verið handtekinn af alríkislögreglunni í Arkansas-ríki á mánudagskvöld og færður í gæsluvarðahald í fangelsi í Little Rock.

Rannsóknarlögreglumaðurinn sem fer með rannsókn málsins í Tulsa, Dave Walker, segir að alríkishandtökuskipun og gríðarlegri vinnu lögreglumanna sé að þakka að Jackson er nú kominn í varðhald.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert