„Launahækkunin er hneyksli“

Kristín A. Guðmundsdóttir formaður Sjúkraliðafélags Íslands
Kristín A. Guðmundsdóttir formaður Sjúkraliðafélags Íslands Ómar Óskarsson

Gífurleg óánægja er meðal sjúkraliða á Landspítalanum vegna launahækkunar forstjóra sjúkrahússins fyrir skömmu. Fjöldi sjúkraliða íhugar nú að segja upp störfum. Formaður Sjúkraliðafélags Íslands segir launahækkunina vera hneyksli.

„Það er gríðarleg reiðialda hjá mínu fólki og ég skil það vel. Margir íhuga alvarlega að segja upp störfum. Þetta er eins og köld og blaut tuska framan í andlitið,“ segir Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands. 

„Höfum verið að spara og spara“

„Fari svo, að fólk segi upp störfum, þá er það auðvitað ákvörðun hvers og eins og er ekki á vegum félagsins, en við erum með friðarskyldu þar til samningar renna út, það er í mars 2014. Núna erum við að undirbúa fund með sjúkraliðum á Landspítalanum, þar sem þetta einstaka mál verður rætt,“ segir Kristín og bendir á að sjúkraliðar eigi ekki síður auðvelt með að fá vinnu erlendis en aðrar heilbrigðisstéttir. „Það er beðið eftir þessu fólki erlendis. Þessi launahækkun er bara eitt stórt hneyksli.“

Kristín segir að niðurskurðurinn í heilbrigðiskerfinu hafi komið illa niður á sjúkraliðum. 

„Við höfum verið að spara og spara, það er alls staðar undirmannað og það þýðir meira álag á fólk. Það verið að plástra tækin á sjúkrahúsunum. Álagið veldur því að fólk veikist, en það má ekki kalla út þannig að fólk er að mæta veikt til vinnu til að minnka álagið á samstarfsfólk sitt. Störfin eru orðin svo þung. Á góðum stundum er fólki þakkað fyrir að sýna aðhald og ráðdeildarsemi. En það segir núna: hingað og ekki lengra. Eftir þessa launahækkun segir fólk: Nú hættum við þessu!“

Frétt mbl.is: „Kornið sem fyllti mælinn“

Sjúkraliðar að störfum.
Sjúkraliðar að störfum. Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka