Rothögg fyrir bílaleigur

„Þetta yrði algjört rothögg fyrir okkur og gæti einnig gengið af íslenskri ferðaþjónustu dauðri,“ segir Steingrímur Birgisson, framkvæmdastjóri bílaleigunnar Hölds, um þau áform stjórnvalda í nýju fjárlagafrumvarpi að fella niður undanþágu á vörugjöldum af innfluttum bílaleigubílum.

Hækka á vörugjöldin í tveimur áföngum árin 2013 og 2014 og laga þau að almennum vörugjöldum á ökutækjum. Er talið að þessi aðgerð muni skila ríkissjóði 500 milljónum króna í auknar tekjur á næsta ári.

Steingrímur dregur stórlega í efa að sú tekjuáætlun standist. Bílaleigurnar muni kaupa færri bíla en áður og nota þá lengur. „Ef áformin fara óbreytt í gegnum þingið mun það endanlega jarða íslenska ferðaþjónustu og rústa okkar rekstri. Við erum að láta reikna áhrifin af þessu fyrir okkur en það er ljóst að við gætum þurft að hækka verð hjá okkur um tugi prósenta.“

Í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag tekur Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, undir gagnrýni Steingríms. Þessi áform bætist ofan á fyrirhugaða hækkun á vsk. af gistingu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert