Einn slasaður eftir sprengingu

Frá vettvangi sprengingarinnar.
Frá vettvangi sprengingarinnar. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Einn er mikið slasaður eft­ir að spreng­ing varð í íbúð í fjöl­býl­is­húsi í Of­an­leiti um ell­efu­leytið í morg­un. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá slökkviliði höfuðborg­ar­svæðis­ins er ekki kunn­ugt um slys á fleir­um.

Lög­regla rýmdi húsið. 

Jón Viðar Matth­ías­son slökkviliðsstjóri seg­ir að mjög mikl­ar skemmd­ir hafi orðið á íbúðinni, spreng­ing­in hafi verið afar kröft­ug. Verið er að reyna að slökkva eld­inn í íbúðinni, hann mun ekki hafa breiðst út en verið er að reykræsta íbúðina fyr­ir ofan.

Braki úr hús­gögn­um og inn­an­stokks­mun­um rigndi yfir ná­grennið.

Allt til­tækt slökkvilið er á staðnum og að auki hef­ur verið kallað út það sem nefn­ist „litla út­hring­ing­in“, en þá eru all­ir slökkviliðsmenn sem eru á bakvakt kallaðir út. 

Frétt mbl.is: Spreng­ing í fjöl­býl­is­húsi

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert