Sprenging varð á fyrstu hæð í fjölbýlishúsi í Ofanleiti í Reykjavík um ellefuleytið í morgun. Eldur kom upp í kjölfarið og samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins urðu slys á fólki.
Slökkvilið er komið á staðinn og reykkafarar búa sig undir að fara inn í húsið.
Ekki er vitað hvað olli sprengingunni.