Ekki grunur um neitt misjafnt

00:00
00:00

Rann­sókn tækni­deild­ar rann­sókn­ar­lög­regl­unn­ar á spreng­ing­unni sem varð í fjöl­býl­is­húsi í Of­an­leiti í gær held­ur áfram í dag en lög­regl­an vill ekk­ert gefa upp um hvort ein­hverj­ar nýj­ar upp­lýs­ing­ar hafi feng­ist í rann­sókn­inni.

Bene­dikt Lund, varðstjóri á lög­reglu­stöðinni á Grens­ás­vegi, sem hef­ur um­sjón með
rann­sókn­inni, seg­ir að gaskút­ur­inn sem fannst í íbúðinni sé enn í rann­sókn. Hann seg­ir að ef kút­ur­inn hafi lekið og raf­magns­tæki svo farið í gang mynd­ist aðstæður sem dugi til að valda svo öfl­ugri spreng­ingu enda skap­ist mesta hætt­an þegar rétt blanda af gasi og súr­efni sé til staðar. Bene­dikt seg­ir jafn­framt að kút­ur­inn hafi ekki verið tengd­ur við elda­vél og lög­regl­an hafi ekki grun um neitt mis­jafnt í tengsl­um við málið.
Þeir sem ann­ast rann­sókn máls­ins munu funda í dag en óljóst er hvenær frek­ari tíðinda er að vænta. 

Dvöldu hjá vin­um og vanda­mönn­um

Um fimmtán íbú­ar stiga­gangs­ins fengu að bíða í húsa­kynn­um Rauða kross­ins í Efsta­leiti á meðan slökkvilið var að ráða niður­lög­um elds­ins í gær. Eft­ir það fengu þeir að sækja nauðsynj­ar úr íbúðum sín­um en fengu ekki að vera í þeim í nótt. All­ir höfðu fengið inni hjá vin­um og vanda­mönn­um og eng­inn þurfti því að leita skjóls hjá Rauða kross­in­um í nótt.

Að sögn Teits Þorkels­son­ar, upp­lýs­inga­full­trúa Rauða kross­ins, fengu íbú­arn­ir af­hent les­efni um streiturösk­un og að haft verði sam­band við þá á næst­unni enda komi ein­kenni streiturösk­un­ar oft ekki í ljós strax.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert