Enn í lífshættu

Sprengingin var mjög öflug
Sprengingin var mjög öflug mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Karl­maður á fer­tugs­aldri er enn þungt hald­inn og í lífs­hættu eft­ir að mjög öfl­ug spreng­ing varð í íbúð hans á jarðhæð við Of­an­leiti um klukk­an 11 í gær­morg­un, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lækni á gjör­gæslu­deild á Land­spít­al­an­um í morg­un.

Er talið að um gasspreng­ingu hafi verið að ræða en þetta hef­ur ekki feng­ist staðfest hjá lög­reglu. Ósprung­inn gaskút­ur fannst í íbúðinni en talið er að gas hafi sloppið úr kútn­um og rann­sak­ar lög­regla með hvaða hætti það bar að.

Hauk­ur Þor­geirs­son var heima með sjö mánaða göml­um syni sín­um í gær­morg­un. Hann býr á þriðju hæð í hús­inu, beint fyr­ir ofan íbúðina þar sem spreng­ing­in varð. „Ég hafði ekki orðið var við neitt, lykt eða eld eða hljóð, þegar ég allt í einu heyri rosa­leg­ar drun­ur og finn titr­ing sem stend­ur í kannski 2-3 sek­únd­ur,“ seg­ir Hauk­ur, í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Spreng­ing­in var svo öfl­ug að gler­brot og inn­an­stokks­mun­ir dreifðust í um 50-60 metra radíus um­hverf­is húsið, m.a. yfir leik­völl þar sem börn höfðu verið að leik skömmu áður.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert