Gasleki olli sprengingunni

Reyk leggur frá húsinu í Ofanleiti eftir sprenginguna í gærmorgun.
Reyk leggur frá húsinu í Ofanleiti eftir sprenginguna í gærmorgun. mbl.is/ Egill Sigurðsson

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu seg­ir að rekja megi spreng­ingu í íbúð í fjöl­býl­is­húsi í Of­an­leiti í gær­morg­un til gas­leka.

Í íbúðinni var 11 kílóa gaskút­ur. Seg­ir lög­regla ljóst að gas hafi lekið úr kútn­um í nokk­urn tíma áður en spreng­ing varð, en illa var lokað fyr­ir krana á kútn­um.

Tækni­deild lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu vann að rann­sókn á spreng­ing­unni og átti sam­starf við sprengju­sér­fræðinga rík­is­lög­reglu­stjóra og Land­helg­is­gæslu. Einnig tóku full­trú­ar Vinnu­eft­ir­lits og Mann­virkja­stofn­un­ar þátt í rann­sókn­inni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert