Maðurinn lést af sárum sínum

mbl.is

Karlmaðurinn sem slasaðist alvarlega er sprenging varð í íbúð hans í Ofanleiti í Reykjavík í gær er látinn. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu lést maðurinn á gjörgæsludeild Landspítalans um kl. 15 í dag.

Maðurinn var á fertugsaldri en ekki er hægt að greina frá nafni hans að svo stöddu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert