Nafn mannsins sem lést af völdum sprengingar

mbl.is

Maður­inn sem lést af sár­um sín­um í kjöl­far spreng­ing­ar í íbúð í Of­an­leiti 17 í Reykja­vík hét Jón Hilm­ar Hálf­dán­ar­son og var 39 ára að aldri. Hann var ógift­ur.

Jón Hilm­ar var flutt­ur lífs­hættu­lega slasaður á gjör­gæslu­deild Land­spít­al­ans þar sem hann lést af sár­um sín­um eft­ir há­degi í gær.

Rekja má or­sök spreng­ing­ar­inn­ar til gas­leka en ell­efu kílóa gaskút­ur fannst í íbúð manns­ins og seg­ir lög­regla ljóst að gas hafi lekið úr kútn­um í nokk­urn tíma áður en spreng­ing varð.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert