Maðurinn sem lést af sárum sínum í kjölfar sprengingar í íbúð í Ofanleiti 17 í Reykjavík hét Jón Hilmar Hálfdánarson og var 39 ára að aldri. Hann var ógiftur.
Jón Hilmar var fluttur lífshættulega slasaður á gjörgæsludeild Landspítalans þar sem hann lést af sárum sínum eftir hádegi í gær.
Rekja má orsök sprengingarinnar til gasleka en ellefu kílóa gaskútur fannst í íbúð mannsins og segir lögregla ljóst að gas hafi lekið úr kútnum í nokkurn tíma áður en sprenging varð.