Sjö úr Outlaws handteknir

Skjáskot af vefsvæði norsku vélhjólasamtakanna Outlaws, en talið er að …
Skjáskot af vefsvæði norsku vélhjólasamtakanna Outlaws, en talið er að íslensku samtökin séu sprottin þaðan. Mynd/outlawsmc.no

Sjö voru hand­tekn­ir þegar lög­regl­an fram­kvæmdi tvær hús­leit­ir í Hafnar­f­irði og Mos­fells­bæ í gær. Á báðum stöðum var lagt hald á fíkni­efni en á öðrum þeirra var jafn­framt að finna veru­lagt magn af því sem talið er vera þýfi úr inn­brot­um á bæði höfuðborg­ar­svæðinu og lands­byggðinni. 

Á síðar­nefnda staðnum var einnig lagt hald á skot­vopn en á hinum tók lög­regl­an enn­frem­ur sprengi­efni í sína vörslu. Hinir hand­teknu, sem flest­ir eru á þrítugs­aldri, tengj­ast all­ir Outlaws. Að aðgerðunum stóðu lög­regluliðin á höfuðborg­ar­svæðinu og Suður­nesj­um í sam­vinnu við embætti rík­is­lög­reglu­stjóra og tol­lyf­ir­völd, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­reglu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert