Teitur Atlason sýknaður

mbl.is/Hjörtur

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur sýknaði í dag Teit Atla­son af meiðyrðakröfu Gunn­laugs M. Sig­munds­son­ar vegna um­mæla sem Teit­ur viðhafði á bloggsíðu sinni fyrr á þessu ári vegna svo­kallaðs Kög­un­ar-máls.

Mál­inu var vísað frá dómi og Teit­ur sýknaður sam­kvæmt dómsorði. Þá var Gunn­laugi og eig­in­konu hans gert að greiða Teiti eina og hálfa millj­ón króna í máls­kostnað.

Hvorki Teit­ur né Gunn­laug­ur voru viðstadd­ir dóms­upp­kvaðning­una.

Sam­eig­in­legri og óaðgreindri kröfu þeirra Gunn­laugs og eig­in­konu hans Sig­ríðar G. Sig­ur­björns­dótt­ur um ómerk­ingu um­mæla, sem Teit­ur hafði birt á bloggsíðu sinni, var vísað frá dómi.

Aðild hjón­anna að kröf­unni þótti fela í sér sam­lagsaðild lög­um um meðferð einka­mála.

Sam­kvæmt dóma­for­dæm­um Hæsta­rétt­ar væri ófrá­víkj­an­legt skil­yrði fyr­ir slíkri aðild að hver kröfu­hafi gerði sjálf­stæða aðgreinda kröfu og varðaði frá­vís­un máls af sjálfs­dáðum væri það ekki gert. Þar sem hin sam­eig­in­lega og óaðgreinda kröfu­gerð hjón­anna þótti ekki upp­fylla fram­an­greint skil­yrði og þau hefðu ekki leiðrétt ann­mark­ann, þrátt fyr­ir ít­rekaðar at­huga­semd­ir Teits, þótti rétt að vísa kröf­unni frá dómi af sjálfs­dáðum.

Þá var Teit­ur sýknaður af kröfu Gunn­laugs um ómerk­ingu um­mæla, sem Teit­ur hafði birt á bloggsíðu sinni. Þóttu um­mæl­in, sem fælu í sér mynd­lík­ingu og gild­is­dóm, ekki fela í sér aðdrótt­un sam­kvæmt 235. gr. al­mennra hegn­ing­ar­laga nr. 19/​1940. Þá var til stuðnings sýknu vísað til tján­ing­ar­frels­is Teits, sem væri varið af 73. gr. stjórn­ar­skrár­inn­ar.

Frétt mbl.is um málið í héraðsdómi

Styrm­ir Gunn­ars­son um um­mæli Gunn­laugs

Dóm­ur­inn í heild

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka