Bað Sigmund Davíð að fara ekki fram

Höskuldur Þórhallsson.
Höskuldur Þórhallsson. Mbl.is/Heiðar Kristjánsson

„Við Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hittumst á stuttum fundi um ellefuleytið í morgun þar sem ég tjáði honum að ég teldi farsælast fyrir flokkinn að hann byði sig fram í Reykjavík,“ segir Höskuldur Þórhallsson en sem kunnugt er sækjast báðir eftir 1. sæti í Norðausturkjördæmi.

„Staða flokksins í Norðausturkjördæmi er sterk en mesta vinnan fyrir höndum er í Reykjavík,“ sagði Höskuldur sem vildi að öðru leyti ekki tjá sig um fundinn. Vigdís Hauksdóttir er í 1. sæti í Reykjavíkurkjördæmi suður en 1. sætið í Reykjavík norður er laust með því að Sigmundur Davíð flytur sig norður.

Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því að Höskuldur hafi verið látinn vita að kvöldi fimmtudagsins 20. september að Birkir Jón Jónsson myndi láta af þingmennsku og því ekki sækjast eftir 1. sætinu en Sigmundur Davíð bjóða sig fram í hans stað.

Spurður hvort þetta sé rétt vísar Höskuldur því alfarið á bug. 

Hann hafi ekki verið látinn vita en hafi hins vegar heyrt ávæning af því Birkir Jón væri að hugsa sinn gang. Jafnframt hafi hann fengið staðfestingu á því að það væri ekkert til í  sögusögnum um að Birkir Jón væri að hætta, líkt og rakið sé í fréttatilkynningu frá honum um málið sem sagt er frá á mbl.is.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert