Björn Valur Gíslason, formaður fjárlaganefndar, hefur boðað fulltrúa Ríkisendurskoðunar á fund nefndarinnar í dag vegna fjárhags- og bókhaldskerfis sem keypt var af SKÝRR, nú Advania, árið 2001 og átti að kosta 160 milljónir en kostar í dag á fjórða milljarð. Fjallað var um málið í Kastljósi RÚV í gærkvöldi.
Drög vegna úttektar sem óskað var um málið 2004 voru tilbúin 2009 en hafa enn ekki verið birt. Ríkisendurskoðun gagnrýndi birtingu draganna í gærkvöldi.