85% myndu fljúga sjaldnar

Skýrsla KPMG var kynnt á blaðamannafundi á Reykjavíkurflugvelli í dag.
Skýrsla KPMG var kynnt á blaðamannafundi á Reykjavíkurflugvelli í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Samkvæmt könnun mun um 85% flugfarþega að meðaltali fljúga sjaldnar ef innanlandsflug færist frá Reykjavík til Keflavíkur. Þetta kemur fram í skýrslu sem KPMG hefur unnið fyrir sex sveitarfélög á landsbyggðinni ef samgöngumiðstöð innanlandsflugs verður flutt frá Reykjavík til Keflavíkur.

Af farþegum frá þeim sex stöðum sem eru skoðaðir í skýrslu KPMG segja um 80% farþega frá Akureyri, Ísafirði, Bíldudal, Höfn og Vestmannaeyjum fljúga sjaldnar. Afstaðan er ekki eins afgerandi meðal farþega frá Egilsstöðum og skýrist það helst af því hversu langt er þaðan og til Reykjavíkur með bíl (635 km / um 7 - 8klst.), segir í skýrslunni.

„Þótt meirihluti farþega frá höfuðborgarsvæðinu segist koma til með að fljúga sjaldnar verði innanlandsflug flutt til Keflavíkur er afstaðan ekki eins afgerandi og meðal landsbyggðarfólks.

Ýmislegt getur valdið: Algengt er að farþegar af höfuðborgarsvæðinu séu í vinnu- eða viðskiptaerindum stórra fyrirtækja sem dragi ekki úr ferðum þrátt fyrir aukinn kostnað sem hlýst af því að sækja flug til Keflavíkur. Farþegar frá höfuðborgarsvæðinu geta nýtt einkabíla til að keyra til Keflavíkur í flug út á land þar sem þeir lenda innan bæjarmarka og geta hæglega tekið leigubíl/bílaleigubíl á áfangastað.

Farþegar utan af landi sem sækja í höfuðborgina lenda í Keflavík bíllausir og þurfa að koma sér þaðan á áfangastað. Töluverður munur er á þeim kostnaði sem í þessu felst. Fleira kemur eflaust til,“ segir í skýrslu KPMG.

Þýðir fækkun upp á um 136 þúsund farþega

Samkvæmt könnunum mun heildarfjöldi flugfarþega minnka um 20% - 40% komi til þess að innanlandsflug flytjist til Keflavíkur. Þetta þýðir fækkun upp á u.þ.b. 136 þúsund farþega á ári m.v. farþegafjölda árið 2011. Mest verður fækkunin á þeim stöðum sem nær eru höfuðborgarsvæðinu en minni eftir því sem lengra nær út á landsbyggðina.

Eins og áður hefur verið komið að munu farþegar í allt að 5 klst. akstursleið frá höfuðborgarsvæðinu geta séð hag sinn í að aka fremur en að fljúga ef eingöngu er horft til ferðatíma. Innan þess ramma falla Akureyri og Vestmannaeyjar.

Litlu lengra frá eru Ísafjörður og Höfn og munu þessu áhrif því að einhverju leiti koma fram þar líka. Þegar tekið er tillit til fleiri þátta, s.s. möguleikans á að hafa sína eign bifreið til umráða, munu eflaust fleiri geta séð hag sinn í að aka í stað þess að fljúga, segir ennfremur í skýrslunni.

Flugferðum myndi fækka um 40%

Mínútuspursmál hvort sjúklingur lifir af

Flestir myndu fljúga sjaldnar en áður ef innanlandsflugið yrði flutt …
Flestir myndu fljúga sjaldnar en áður ef innanlandsflugið yrði flutt frá Reykjavík til Keflavíkur mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert