Farþegum til Bíldudals og Ísafjarðar fækkar

Bíldudalur.
Bíldudalur. mbl.is/Sigurður Bogi

Bíldudalsflugvöllur er einn fáfarnasti flugvöllurinn á Íslandi, með 3.514 komu- eða brottfararfarþega á síðasta ári. Farþegum um Bíldudalsflugvöll hefur farið fækkandi undanfarin ár og ef farþegum fækkar enn frekar er hætta á því að grundvöllur sé ekki lengur fyrir flugi, án þess að auka niðurgreiðslur verulega. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu KPMG og sagt er frá í frétt á vef Bæjarins besta.

Árið 2010 fóru 2.302 farþegar um Bíldudalsflugvöll, 3.764 árið áður og 3.926 árið 2008. Nær 38% þeirra sem nýta sér flug til og frá Bíldudal gera það í viðskiptaerindum, 37% nota flugið til að sinna heimsóknum og 25% farþega nota það öðrum erindagjörðum.

Árið 2011 fóru ríflega 42 þúsund farþegar um flugvöllinn á Ísafirði. Farþegum sem fara í gegnum Ísafjarðarflugvöll hefur einnig fækkað, en árið 2010 voru þeir 43.204, árið 2009 46.905 og árið 2008 og 2007 yfir 50.000.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka