Kostaði innan við 400 þúsund

Andrea Ólafsdóttir
Andrea Ólafsdóttir

Framboð Andreu Jóhönnu Ólafsdóttur til forseta Íslands kostaði innan við 400 þúsund. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hún sendi Ríkisendurskoðun, en stofnuninni ber að kalla eftir upplýsingum um kostnað við framboð.

Sex voru í framboði til forseta Ísland, en kosningarnar fóru fram 30. júní, Ari Trausti Guðmundsson, Hannes Bjarnason, Herdís Þorgeirsdóttir, Ólafur Ragnar Grímsson og Þóra Arnórsdóttir.

Ari Trausti, Andrea og Ólafur Ragnar hafa skila uppgjöri, en beðið er eftir uppgjöri frá Hannesi, Herdísi og Þóru.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka