Ólíkir pólar munu takast á

Einar Mar Þórðarson, stjórnmálafræðingur, segir að ólíkir pólar innan Samfylkingarinnar muni takast á við brotthvarf Jóhönnu Sigurðardóttur úr stjórnmálum en á ekki von á að það hafi miklar afleiðingar fyrir flokkinn. Nýr formaður muni þó hafa mikið um að segja hvernig kosningu flokkurinn fái í vor.

Hann á von á að Árni Páll Árnason, Katrín Júlíusdóttir, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og hugsanlega Guðbjartur Hannesson séu líklegir eftirmenn Jóhönnu. Hugsanlega gæti Dagur B. Eggertsson líka komið til greina og sá möguleiki sé fyrir hendi að einhver sem hefði haft lítil afskipti af stjórnmálum á undanförnum árum myndi bjóða sig fram enda væri ákveðin krafa um endurnýjun í stjórnmálum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert