Ólafur flytur sjálfur málið gegn Lýð

Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari.
Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari. mbl.is/Ómar Óskarsson

Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, mun sjálfur flytja málið gegn Lýð Guðmundssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Exista og Bjarnfreði H Ólafssyni lögmanni, en þeir eru ákærðir fyrir stórfellt brot á hlutafélagalögum.

Flest mál sem embætti sérstaks saksóknara hefur höfðað hafa verið flutt af saksóknurum sem starfa hjá embættinu, en Ólafur Þór ætlar sjálfur að fylgja þessu máli eftir í gegnum dómskerfið.

Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur 11. október. Dómari í málinu er Arngrímur Ísberg héraðsdómari. Það hefur komið í hans hlut að dæma í nokkrum stórum málum sem mikið hefur verið fjallað um í fjölmiðlum, en þar má nafna Baugs-málið og Byr-Exeter-málið.

Í Exista-málinu eru Lýður og Bjarnfreður sakaðir um að hafa komið í veg fyrir að Kaupþing næði yfirráðum í félaginu með því að kaupa hluti í félaginu og þynna þannig út hlutafé annarra hluthafa. Í ákærunni segir að hlutafé upp á einn milljarð hafi hins vegar aldrei runnið inn í rekstur Existu. Tilkynning til hlutafjárskrár um hlutafjárkaupin hafi verið röng.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert