Framboðið kostaði rúmar 15 milljónir

Þóra Arnórsdóttir tilkynnir frambboð sitt til embættis forseta Íslands fyrr …
Þóra Arnórsdóttir tilkynnir frambboð sitt til embættis forseta Íslands fyrr á þessu ári. mbl.is/Ómar Óskarsson

Framboð Þóru Arnórsdóttur til embættis forseta Íslands fyrr á þessu ári kostaði samtals 15.172.661 krónu samkvæmt rekstrarreikningi framboðsins. Heildartekjur framboðsins voru hins vegar aðeins meiri eða 15.794.400 krónur.

Eftir fjármagnstekjur og -gjöld var fyrir vikið afgangur vegna framboðsins upp á tæpa hálfa milljón króna en samkvæmt stofnsamþykkt félagsins sem sett var á laggirnar í kringum framboðið var gert ráð fyrir að yrði rekstrarafgangur skiptist hann jafnt á milli SOS barnaþorpa og Barnaspítala Hringsins.

Framlög frá einstaklingum til framboðsins voru 10.507.852 króna og frá lögaðilum 4.126.500 krónur. Sala á kosningaskrifstofu skilaði ennfremur 827.698 krónum og framlög frá óþekktum aðilum 332.350 krónum.

Mestur kostnaður var vegna auglýsinga og kynningar á framboðinu eða 7.268.783 krónur en rekstur kosningaskrifstofu kostaði tæplega þrjár milljónir króna.

Frétt mbl.is: Framboð Ólafs kostaði 6,5 milljónir

Frétt mbl.is: Framboð Ara Trausta kostaði 1,8 milljónir

Frétt mbl.is: Kostaði innan við 400 þúsund

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka