Helgi sótti um ásamt Gunnari

Gunnar Andersen, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins.
Gunnar Andersen, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins. Ljósmynd/Ragnar Th. Sigurðsson

Rök verjanda Gunnars Andersens, fyrrverandi forstjóra Fjármálaeftirlitsins, fyrir því að vísa eigi málinu gegn honum frá eru þau að Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, hafi sótt um starf forstjóra FME þegar það var auglýst laust árið 2009.

Gunnar er ákærður fyrir brot á þagnarskyldu með því að brjóta bankaleynd og fyrir brot í opinberu starfi. Guðjón Ólafur Jónsson, verjandi Gunnars, lagði fram frávísunarkröfu sem byggð er á því að Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, sé vanhæfur til að sækja málið. Hann hefði verið í hópi 19 umsækjenda um starfið og Gunnar hefði verið valinn hæfari til starfsins en Helgi, sem nú sæki mál gegn honum.

Gunnar fékk, samkvæmt ákæruskjali, starfsmann Landsbankans til að afla gagna úr bókhaldi bankans um viðskipti Bogamannsins ehf. sem hann afhenti þriðja manni en um var að ræða skjal sem sýndi að Landsbanki Íslands hf. greiddi kr. 32.700.000 inn á bankareikning Bogamannsins ehf. 13. júní 2003.

Umræddum upplýsingum, sem bundnar voru þagnarskyldu, var svo komið til fréttastjóra DV sem nýtti upplýsingarnar við ritun fréttar um viðskiptin sem birtist í DV 29. febrúar 2012.

Guðjón Ólafur kallaði ákæru gegn Gunnari „bastarð“. Hún væri óljós og vísa bæri henni frá. Hann sagði að það hlyti að hafa verið áfall fyrir Helga Magnús að fá ekki starf sem hann sótti um árið 2009. Gunnar hafi verið verið talinn hæfari en Helgi Magnús til að gegna starfinu.

Guðjón Ólafur sagði að samkvæmt lögum ætti að gera sömu kröfu um hlutlægni til dómara og saksóknara. Honum bæri við gerð ákæru að horfa bæði til atvika sem gætu leitt til sýknu og sektar.

Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari.
Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari. mbl.is/Kristinn Ingvarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert