Jermaine Jackson, sem ákærður hefur verið fyrir morðin á Kristjáni Hinriki Þórssyni og John White fyrir framan bensínstöð í borginni Tulsa í Oklahomaríki, segist saklaus af ákærum.
Áður hefur komið fram að vitni sagði Jackson hafa játað morðin. „Ég myrti Hinrik. Ég myrti Hinrik. Guð minn góður, ég vissi ekki hvað ég var að gera. Ég var trylltur,“ er haft eftir vitninu.
Annað vitni hefur borið að Jackson hafi komið að bifreið, sem White ók og Kristján var þar farþegi og látið ófriðlega og sakað White um að hafa ekið á bíl sinn. Einnig hefur lögreglan í Tulsa upplýst um að Jackson hafi greint frá skotárásinni á Facebook-síðu sinni.
Jackson var færður fyrir dómara á þriðjudaginn og mun næst verða færður fyrir dómara eftir tæpar sex vikur, þann 12. nóvember.