Stuð í sláturgerð

Sauðfjársláturtíð stendur sem hæst og fer nú fram sláturgerð á mörgum heimilum. Þrátt fyrir að yfirleitt sé það eldri kynslóðin sem kann til verka í sláturgerðinni og sú yngri fylgist með þarf hún að læra handtökin við gerð þessa hefbundna íslenska matar.

Í Hússtjórnarskólanum í Reykjavík lærðu 24 nemendur skólans að gera blóðmör og lifrarpylsu í gær, auk þess að sjóða sviðahausa, búa til sviðasultu og hamsatólg.
Að sögn Margrétar Sigfúsdóttur skólastjóra eru tekin um tíu slátur hvert haust í skólanum en úr hverju slátri fást um fimm til sex keppir.

Morgunblaðið leit í heimsókn í hússtjórnarskólann og fékk að fylgjast með kennslustund í sláturgerð. Meira má lesa um sláturgerðina á baksíðu Morgunblaðsins í dag, föstudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert