Ekki búið að sækja um leyfi að nýrri virkjun

Landmótun við Bjarnarflag.
Landmótun við Bjarnarflag. mbl.is

Lands­virkj­un stend­ur í fram­kvæmd­um á Bjarn­ar­flagi. Um er að ræða und­ir­bún­ings­vinnu fyr­ir land­mót­un þar sem hugs­an­legt stöðvar­hús mun rísa, ef ákveðið verður að byggja gufu­afls­virkj­un á svæðinu.

Lands­virkj­un sótti um fram­kvæmda­leyfi fyr­ir land­mót­un á stöðvar­hús­slóð fyr­ir­hugaðrar Bjarn­ar­flags­virkj­un­ar og gerð veg­ar inn á lóðina sam­síða Náma­fjalli þann 24. júní 2012.

Leyf­is­um­sókn­in var samþykkt af Skútustaðahreppi.

Land­mót­un­in er haf­in eins og meðfylgj­andi mynd sýn­ir. Umræða skapaðist um að með þessu væru hafn­ar fram­kvæmd­ir á nýrri virkj­un. Óli Grét­ar Blön­dal Sveins­son, fram­kvæmda­stjóri þró­un­ar­sviðs hjá Lands­virkj­un, seg­ir það vera mis­skiln­ing.

„Hér virðist ein­hver mis­skiln­ing­ur í gangi. Fyr­ir­tækið er ekki búið að sækja um fram­kvæmda­leyfi fyr­ir virkj­un, held­ur eru feng­um við leyfi fyr­ir jarðvegs­skipt­um og land­mót­um. Með þessu erum við að vinna okk­ur í hag­inn ef það er ein­hver vilji til þess að gera eitt­hvað meira í vet­ur. Land­mót­un­ar­fram­kvæmd­ir er þess eðlis að ef við hefðum ekki byrjað núna hefðum við þurft að bíða fram á næsta sum­ar,“ seg­ir Óli Grét­ar Blön­dal Sveins­son.

Gert er ráð fyr­ir að 45 MW virkj­un muni rísa í Þing­eyj­ar­sýslu. Annaðhvort á Þeistareykj­um eða í Bjarn­ar­flagi. Sam­kvæmt um­hverf­is­mati get­ur svæðið í Bjarn­ar­flagi borið 90 MW virkj­un.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert