Nýrri mælingar sýna leyfileg mörk

Landmótunarframkvæmdir eru hafnar við Bjarnarflag.
Landmótunarframkvæmdir eru hafnar við Bjarnarflag.

Fram kom í máli Óla Grétars Blöndals Sveinssonar, framkvæmdastjóra þróunarsviðs Landsvirkjunar, í samtali við mbl.is að áætlað sé að brennisteinsmengun við Bjarnarflagsvirkjun verði undir leyfilegum mörkum þrátt fyrir að nýleg skýrsla frá Umhverfisstofnun segi annað. Hann segir nýrri mælingar sýna að brennisteinsmengun sé undir leyfilegum mörkum. 

Samkvæmt skýrslu Umhverfisstofnunar sem unninn var að beiðni Skútustaðahrepps árið 2011, kemur fram að áætlað sé að brennisteinsmagn verði yfir leyfilegum mörkum 55 daga á ári.

Landsvirkjun stendur í landmótunarframkvæmdum á svæðinu að Bjarnarflagi þrátt fyrir að ekki liggi fyrir framkvæmdaleyfi fyrir nýrri virkjun. Guðmundur Hörður Guðmundsson, formaður Landverndar, sagði í gær í samtali við mbl.is að hann teldi Landsvirkjun vera að „laumast framhjá“ nýju umhverfismati með því að hefja landmótunarframkvæmdir á Bjarnarflagi, áður en framkvæmdaleyfi fyrir nýrri virkjun væri tryggt.

Óli Grétar segir svo ekki vera. „Það er alls ekki svo. Þetta er bara einn liður í undirbúningsframkvæmdum. Við erum þegar búin að bora þarna rannsóknarborholur sem eru mun fjármagnsfrekari framkvæmdir. Ég ítreka að það er ekki búið að taka  neina formlega ákvörðun um að ráðast þarna í virkjunarframkvæmdir, enda erum við ekki búin að sækja um leyfi til orkustofnunar um að gera það,“ segir hann.  

Óli Grétar Blöndal Sveinsson segir að nýrri mælingar sýni annað. „Það hafa verið gerðar mælingar frá því í febrúar árið 2011 samkvæmt þeim er brennisteinsmengun undir leyfilegum mörkum allt árið. Skýrslan sem um ræðir frá Umhverfisstofnun er byggð á tölvulíkani sem spáir fyrir um mengun. Þar voru hins vegar engar mælingar til þess að styðjast við. Mælingar sem stundaðar hafa verið í Reykjahlíð frá árinu 2011 sýna að brennisteinsmagn er undir leyfilegum mörkum allt árið,“ segir Óli Grétar.

Mælingarnar á brennisteinsmengun frá því í febrúar árið 2011 eru unnar í samstarfi Landsvirkjunar, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Umhverfisstofnunar.

Sjá einnig Ekki að reyna að komast hjá umhverfismati

Landsvirkjun „laumast framhjá“ umhverfismati

Krefjast stöðvunar framkvæmda við Mývatn

Ekki búið að sækja um leyfi fyrir virkjun

Óli Grétar Blöndal Sveinsson
Óli Grétar Blöndal Sveinsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert