Fagnar framkvæmdum í Bjarnarflagi

Landmótunarframkvæmdir eru hafnar við Bjarnarflag.
Landmótunarframkvæmdir eru hafnar við Bjarnarflag.

Sveitarstjórn Skútustaðahrepps hefur sent frá sér ályktun þar sem því er fagnað að eftir 40 ára undirbúnings- og rannsóknarvinnu  séu  framkvæmdir  hafnar við landmótun á stöðvarhússlóð í Bjarnarflagi.

„Að baki er langt ferli. Mest allan þann tíma hefur Rannsóknarstöðin við Mývatn sinnt ýtarlegum rannsóknum á lífríki svæðisins. Í öllu þessu ferli hefur aldrei neitt komið fram sem  gefið hefur tilefni til að hætta við verkefnið.

Rannsóknarvinnan var unnin af færustu sérfræðingum á hverjum tíma og hefur skilað sér í gildu umhverfismati og gildu deiliskipulagi sem unnið var undir vökulu auga sveitarstjórnar. Ástæða er til að vekja athygli á því að í tillögu að rammaáætlun er Bjarnarflag í nýtingarflokki. Áratugareynsla er af jarðhitanýtingu í Mývatnssveit. t.d. var Kísiliðjan hf . sem hér starfaði í 40 ár stærsti jarðgufunotandi í heimi.

Íbúum Mývatnssveitar er náttúran  afar kær og enginn áform um að aðhafst neitt það sem skaðað getur lífríkið á nokkurn hátt,“ segir í ályktun Skútustaðahrepps.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert