„Óþarfi að amast við þessu“

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir for­sæt­is­ráðherra seg­ist telja óþarfi að am­ast við fram­kvæmd­um Lands­virkj­un­ar í Bjarn­ar­flagi. Hún sagðist ekki kann­ast við að gert hefði verið neitt þegj­andi sam­komu­lag um að fara ekki í virkj­ana­fram­kvæmd­ir meðan ekki væri búið að af­greiða ramm­a­áætl­un.

Kristján Þór Júlí­us­son alþing­ismaður spurði Jó­hönnu út í yf­ir­lýs­ing­ar Álf­heiðar Inga­dótt­ur, for­manns þing­flokks VG, um að gert hefði verið þegj­andi sam­komu­lag um að fara ekki í virkj­ana­fram­kvæmd­ir meðan ekki væri búið að af­greiða ramm­a­áætl­un og að þetta sam­komu­lag væri Lands­virkj­un að brjóta. Kristján minnti á að iðnaðarráðherra hefði í maí í fyrra skrifað und­ir sam­starfs­yf­ir­lýs­ingu í orku­mál­um við sveit­ar­fé­lög­in á NA-landi. Hann spurði hvort ekk­ert væri að marka þessa yf­ir­lýs­ingu.

Jó­hanna sagði að það hefði verið æski­legt að búið væri að samþykkja ramm­a­áætl­un og hægt hefði verið að halda eðli­leg­um hraða í fram­kvæmd­um í virkj­ana­mál­um. Hún sagði að fram­kvæmd­ir í Bjarn­ar­flagi, sem nú stæðu yfir, væru í sam­ræmi við skipu­lag og um þær væri samstaða meðal sveit­ar­fé­laga á svæðinu. Ramm­a­áætl­un gerði ráð fyr­ir að þarna yrði virkjað. Hún sagðist því ekki telja ástæðu til að am­ast við þess­um fram­kvæmd­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert