Einhugur væri betri

Landmótun við Bjarnarflag.
Landmótun við Bjarnarflag. mbl.is

„Það væri mun betra,“ seg­ir Hörður Arn­ar­son, for­stjóri Lands­virkj­un­ar, LV, spurður hvort það væri ekki betra að stjórn­völd væru ein­huga í stefnu sinni varðandi virkj­un­ar­fram­kvæmd­ir á meðan vinna við ramm­a­áætl­un færi fram á Alþingi.

Hafa und­ir­bún­ings­fram­kvæmd­ir Lands­virkj­un­ar í Bjarn­ar­flagi verið mikið í umræðunni en Land­vernd hef­ur óskað eft­ir því að fram­kvæmd­irn­ar verði stöðvaðar og fram fari nýtt mat á áhrif­um virkj­un­ar­inn­ar á um­hverfið.

Fram kom hjá Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur for­sæt­is­ráðherra á Alþingi í gær að ekk­ert „þegj­andi sam­komu­lag“ væri í gildi um að Lands­virkj­un héldi að sér hönd­um í virkj­un­ar­mál­um á meðan unnið væri að gerð ramm­a­áætl­un­ar. Var Jó­hanna þar spurð út í um­mæli Álf­heiðar Inga­dótt­ur, þing­konu VG, um að slíkt sam­komu­lag væri í gildi.

Í um­fjöll­un um mál þessi í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Hörður þau viðkvæm og um­deild og í þeim mikl­ar til­finn­ing­ar. Hann kann­ast hins veg­ar ekk­ert við neitt sam­komu­lag, eins og Álf­heiður vísaði til.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert