Einhugur væri betri

Landmótun við Bjarnarflag.
Landmótun við Bjarnarflag. mbl.is

„Það væri mun betra,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, LV, spurður hvort það væri ekki betra að stjórnvöld væru einhuga í stefnu sinni varðandi virkjunarframkvæmdir á meðan vinna við rammaáætlun færi fram á Alþingi.

Hafa undirbúningsframkvæmdir Landsvirkjunar í Bjarnarflagi verið mikið í umræðunni en Landvernd hefur óskað eftir því að framkvæmdirnar verði stöðvaðar og fram fari nýtt mat á áhrifum virkjunarinnar á umhverfið.

Fram kom hjá Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra á Alþingi í gær að ekkert „þegjandi samkomulag“ væri í gildi um að Landsvirkjun héldi að sér höndum í virkjunarmálum á meðan unnið væri að gerð rammaáætlunar. Var Jóhanna þar spurð út í ummæli Álfheiðar Ingadóttur, þingkonu VG, um að slíkt samkomulag væri í gildi.

Í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag segir Hörður þau viðkvæm og umdeild og í þeim miklar tilfinningar. Hann kannast hins vegar ekkert við neitt samkomulag, eins og Álfheiður vísaði til.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka