Íslendingar í haldi til 8. nóvember

Mynd frá dönsku lögreglunni, sem sýnir hvernig amfetamín var falið …
Mynd frá dönsku lögreglunni, sem sýnir hvernig amfetamín var falið undir bílsæti.

Gæsluvarðhald yfir sjö Íslendingum, sem eru grunaðir um aðild að stórfelldu fíkniefnamáli, var framlengt í síðustu viku til 8. nóvember. Íslendingarnir eru í haldi dönsku lögreglunnar.

Karl Steinar Valsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að rannsókn málsins sé í eðlilegum farvegi og miði þokkalega. Hann segir að fleiri hafi ekki verið handteknir í tengslum við málið.

Gæsluvarðhald yfir fólkinu átti að renna út 11. október sl. en var framlengt um fjórar vikur.

Mennirnir eru grunaðir um að hafa smyglað fíkniefnum, aðallega amfetamíni, til Norðurlandanna frá Hollandi. Höfuðpaurinn er 38 ára gamall Íslendingur búsettur á Spáni, samkvæmt upplýsingum frá dönsku lögreglunni.

Erlendur karlmaður var á meðal þeirra sem voru handteknir í upphafi en honum hefur verið sleppt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert