Bjarnarflagsvirkjun afleit hugmynd

Hjörleifur Guttormsson
Hjörleifur Guttormsson

„Málefni Bjarnarflagsvirkjunar eru á ný í brennipunkti eftir að stjórn Landverndar fór fram á það við Landsvirkjun 7. október 2012 að fyrirtækið stöðvi framkvæmdir við virkjunina á meðan Rammaáætlun er óafgreidd á Alþingi“, segir Hjörleifur Guttormsson, náttúrufræðingur í grein í Morgunblaðinu í dag.

Segir Hjörleifur að jafnframt óski Landvernd eftir að unnið verði nýtt mat á umhverfisáhrifum vegna þessarar fyrirhuguðu virkjunar og málið verði skoðað í ljósi þess að Mývatn og Laxá eru síðan 1977 alþjóðlegt Ramsarsvæði. Í grein sinni segir Hjörleifur m.a.: „Rammaáætlun er enn til umfjöllunar í þingnefnd á Alþingi og óvíst hvenær afgreiðslu hennar lýkur. Samt hefur Landsvirkjun með samþykki sveitarstjórnar Skútustaðahrepps hafið framkvæmdir við Bjarnarflagsvirkjun. Með þessu gengur fyrirtækið fram af ótrúlegri óbilgirni og í engu samræmi við yfirlýsingar ráðamanna þess undanfarið um að þeir vilji sýna tillitssemi og fara í hvívetna að lögum“.

 Lokaorðin í grein Hjörleifs eru þessi: „Laumuspil Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi fyrir „landmótun á stöðvarhússlóð og hluta vegar í Bjarnarflagi“, sem sveitarstjórn samþykkti með tölvupósti 3. júlí sl. en staðfesti síðan á fundi 30. ágúst sl., er hvorugum aðilanum samboðið. Allir þeir sem láta sér annt um íslenska náttúru og verndun Mývatns og Laxár þurfa að fylkja liði með því að skrifa undir hógværa áskorun stjórnar Landverndar“.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert