Foreldrar séu kerfisstjórar

Á ráðstefnu um klámefni sem haldin var í Háskóla Íslands í dag ræddi Guðjón Hauksson, menntaskólakennari og kerfisstjóri, um hvernig foreldrar geti og eigi að stýra tölvunotkun á heimilum sínum. Hann segir að foreldrar verði að taka ábyrgð á netnotkun innan veggja heimilisins.

Guðjón segir að heimili landsins séu ekki síður vettvangur fyrir menntun en skólarnir og eitthvað yrði sett út á skólakerfið ef krakkar fengju að spila ofbeldisfulla tölvuleiki og horfa á bannaðar bíómyndir eða klámefni í skólanum. Einfalt mál sé fyrir foreldra að hafa samband við netþjónustuna sem það verslar við og setja upp stillingar sem hindri aðgang að klámefni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert