Kjörsókn í Reykjavík suður kl. 17 var 27,32% en þá höfðu 12.313 manns kosið. Það er töluvert betra en þegar kosið var til stjórnlagaþings en þá höfðu 9.781 kosið eða 22%. Erfiðlega gengur að fá tölur annars staðar.
Í Suðvesturkjördæmi höfðu 17.152 manns kosið eða 27,4%.
Í Norðvesturkjördæmi hafa menn ekki óyggjandi tölur en telja að kjörsókn sé um 30%.
Ekki næst í yfirkjörstjórn í Reykjavík norður né Suðurkjördæmis.
Í Norðausturkjördæmi eru gefnar út tölur um kjörsókn, aðeins bent á fjölmennustu byggðarkjarna.