Um 40% höfðu kosið á Álftanesi kl. 17

Um 40% höfðu kosið á Álftanesi í dag kl. 17.
Um 40% höfðu kosið á Álftanesi í dag kl. 17. mbl.is

Kjörsókn á Álftanesi er nokkuð góð miðað við aðra kjörstaði á landinu, en þar höfðu 39,7% kjósenda kosið kl. 17 í dag. Þegar síðast var kosið um sameiningu Garðabæjar og Bessastaðahrepps (sem sveitarfélagið hét þá) árið 1993 höfðu 36,6% kosið á sama tíma. Kjörsókn er því betri nú en þá.

Í þjóðaratkvæðagreiðslunni höfðu 36,7% Álftnesinga greitt atkvæði kl. 17 í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert