Sameining samþykkt báðum megin

Garðbæingar og Álftnesingar hafa samþykkt að sameinast í kosningu sem …
Garðbæingar og Álftnesingar hafa samþykkt að sameinast í kosningu sem fram fór í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Lokatölur í sameiningakosningum Garðabæjar og Álftaness eru komnar.

Í Garðabæ voru 8.506 á kjörskrá. 5.417 greiddu atkvæði.

Já sögðu 53,11%. Nei sögðu 46,89%. Auðir og ógildir seðlar voru 103.

Á Álftanesi voru 1.658 á kjörskrá. 1.248 greiddu atkvæði.

Já sögðu 1.093 eða 87,6%. Nei sögðu 144 eða 11,5%. Auðir og ógildir seðlar voru 11 eða 0,9%.

Það er því ljóst að sameining sveitarfélaganna hefur verið samþykkt í báðum sveitarfélögum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka