Bíll stóð í ljósum logum í Reykjanesbæ

Bíll í Reykjanesbæ stóð í ljósum logum í kvöld en …
Bíll í Reykjanesbæ stóð í ljósum logum í kvöld en greiðlega gekk þó að slökkva eldinn. Grunur er um bensínþjófnað og að skammhlaup hafi valdið eldinum. Ljósmynd/Guðjón Örn Guðjónsson

Bíll á Iðavöllum í Reykjanesbæ stóð í kvöld í ljósum logum. Slökkviliði gekk þó greiðlega að slökkva eldinn og hann barst ekki í nærliggjandi bíla sem þó voru nokkrir. Um bílaleigubíl var að ræða.

Grunur er um að þjófar hafi stolið bensíni úr bílnum og að skammhlaup hafi verið kveikjan að eldinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert