Farþegar verða ekki fyrir röskunum

Iceland Express
Iceland Express

Ekki er talið að til raskana komi á ferðum þeirra ferðaskrifstofa sem hafa nýtt sér flugvélar Iceland Express.

Eins og kunnugt er tók WOW air yfir flugrekstur og áætlunarflug IE í fyrradag. Ferðaskrifstofa IE, Express ferðir, hættir starfsemi og verður lögð niður, en hún var ekki hluti af kaupum WOW air.

Fjárfestingarfélagið Títan sem er í eigu Skúla Mogensen, forstjóra WOW air, kom með 303 milljónir til landsins í gegnum fjárfestingarleið Seðlabankans. Í umfjöllun um mál IE í Morgunblaðinu og starfsemi Títan í viðskiptablaði þess í dag segir Skúli þetta lið í uppbyggingu Títans og tengdra félaga. Þannig geti hann stutt við félög sín en hann er með tíu félög á sínum snærum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert