Telur að fjölga þurfi í skattaeftirlitinu

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra.
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Ég tel að það sem þurfi líka að gera sé að fjölga í skatta­eft­ir­lit­inu og það hef­ur nú verið reiknað út að það skil­ar sér marg­falt til baka ef það er fjölgað í skatta­eft­ir­lit­inu til þess að taka á þess­um mál­um.“

Þetta sagði Jó­hanna Sig­urðardótt­ir for­sæt­is­ráðherra í umræðum á Alþingi í morg­un um skattaund­an­skot en hún var þar að svara fyr­ir­spurn frá Ragn­heiði El­ínu Árna­dótt­ur, þing­manni Sjálf­stæðis­flokks­ins, um það með hvaða hætti stjórn­völd ætluðu sér að taka á því vanda­máli. Sagði Ragn­heiður Elín að skatta­hækk­an­ir væru ekki til þess falln­ar að stuðla að lausn vand­ans og bitnuðu fyrst og fremst á þeim sem greiddu sína skatta sam­visku­sam­lega.

Jó­hanna sagði margt hafa verið gert í þeim efn­um í tíð nú­ver­andi rík­is­stjórn­ar og nefndi sem dæmi átak þar sem virðis­auka­skatt­ur hefði verið end­ur­greidd­ur af vinnu iðnaðarmanna vegna viðhalds­verk­efna sem hefðu reynst vel og fyr­ir vikið verið ít­rekað fram­lengd. Þá sagðist hún telja að rík­is­stjórn­in hefði haldið skyn­sam­lega á rík­is­út­gjöld­um þegar kæmi að niður­skurði og óhjá­kvæmi­legri hækk­un skatta.

„Það er al­veg ljóst að við höf­um þurft að fara í skatta­hækk­an­ir, fyrr má nú vera þegar við vor­um með 218 millj­arða halla þegar við tók­um við. Það varð með ein­hverj­um hætti að taka á þessu,“ sagði Jó­hanna og sagðist sam­mála Ragn­heiði El­ínu um að best væri að hafa skatt­kerfið sem ein­fald­ast en það yrði líka að vera sem rétt­lát­ast.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert