Íbúafundi frestað vegna veðurs

Úr Bjarnarflagi.
Úr Bjarnarflagi. mbl.is/RAX

Íbúafundi, sem vera átti í Skjólbrekku í Mývatnssveit í dag um fyrirhugaða Bjarnarflagsvirkjun, hefur verið frestað um óákveðinn tíma vegna veðurútlits. Hefur Veðurstofan sem kunnugt er varað við norðan hvassviðri og ofankomu norðanlands næstu daga.

Sveitarstjórn Skútustaðahrepps hafði boðað til fundarins, sem átti að vera lokaður öðrum en íbúum sveitarfélagsins. Fara átti yfir fjölmiðlaumræðu vegna framkvæmda í Bjarnarflagi. Óskað hafði verið eftir því að fulltrúar frá Landsvirkjun, Ramý, Umhverfisstofnun og heilbrigðiseftirlitinu kæmu til fundarins, auk þingmanna stjórnarflokka kjördæmisins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert