Sænska jólageitin komin í Kauptúnið

Jólageitin er sex metra há.
Jólageitin er sex metra há.

Búið er að setja upp sænsku jólageitina við verslun IKEA í Kauptúni í Garðabæ. Talsmenn fyrirtækisins segja að þetta sé þriðja sinn sem geitin, sem er sex metra há, er reist í Kauptúninu.

„Geitin er hér í sinni þriðju heimsókn en sú fyrsta fékk skjótan endi þegar brennuvargar kveiktu í gestinum, sem fuðraði upp á örfáum mínútum. Í Gävle, en þaðan kemur sú geit sem er hvað frægust, hefur hún sorglega oft þurft að mæta þessum sömu örlögum. Í fyrra þurfti geitin að berjast við íslenskan vetur í Kauptúni og fauk um koll einn daginn. Hún fékk þó að gleðja okkur með nærveru sinni fram yfir jólin,“ segir í tilkynningu frá IKEA.

Geitin er skreytt borðum og ljósum og er ætlað að …
Geitin er skreytt borðum og ljósum og er ætlað að lýsa upp skammdegið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert