„Það er ekki vantraust milli Alþingis og Ríkisendurskoðunar fyrr en Alþingi lýsir því yfir að svo sé. Enginn þingmaður eða þingmenn, jafnvel þótt þeir gegni mikilvægu hlutverki í eftirliti þingsins með framkvæmdavaldinu, getur talað fyrir Alþingi í þessum efnum.“
Þetta segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, í tilefni af nýrri skýrslu ríkisendurskoðunar um fjárhags- og mannauðskerfið Orra, en fjallað er um skýrsluna í Morgunblaðinu í dag.
Nokkrir þingmenn hafa gagnrýnt ríkisendurskoðanda harðlega vegna skýrslugerðarinnar.