Skila skýrslu um Geirfinnsmálið í febrúar

Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra ákvað að skipa nefndina.
Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra ákvað að skipa nefndina. mbl.is/Árni Sæberg

Starfs­hóp­ur sem inn­an­rík­is­ráðherra skipaði 7. októ­ber 2011 til að fara heild­stætt yfir svo­kölluð Guðmund­ar- og Geirfinns­mál hef­ur til­kynnt inn­an­rík­is­ráðherra að hóp­ur­inn muni ekki ná að skila áfanga­skýrslu fyr­ir til­skil­inn tíma sem var 1. nóv­em­ber næst­kom­andi og hef­ur óskað eft­ir frek­ari fresti.

Inn­an­rík­is­ráðherra hef­ur fall­ist á þá beiðni en í stað áfanga­skýrslu mun starfs­hóp­ur­inn skila loka­skýrslu til ráðherra um miðjan fe­brú­ar 2013. I frétta­til­kynn­ingu frá inn­an­rík­is­ráðuneyt­inu seg­ir að vinna hóps­ins sé vel á veg kom­in en starfs­hópn­um var falið að fara yfir málið í heild sinni en sér­stak­lega þá þætti sem snúa að rann­sókn þess og fram­kvæmd rann­sókn­ar­inn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert